22.05.1979
Sameinað þing: 102. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5202 í B-deild Alþingistíðinda. (4577)

16. mál, beinar greiðslur til bænda

Kjartan Ólafsson:

Herra forseti. Ég er út af fyrir sig hlynntur því, að það fyrirkomulag gæti komist á að bændur eigi kost á að fá þessi ákveðnu lán greidd beint í eigin vasa. En ég legg ekki síður ákaflega mikið upp úr því, að bændur beri gæfu til að hafa með sér öflug samtök varðandi sín hagsmunamál, þ. á m. sölustarfsemi. Ég tel ekki tímabært að samþykkja þessa till. nú eins og hún er úr garði gerð. Ég tel að m. a. þurfi að afla svipuðum hugmyndum meiri stuðnings meðal samtaka bændanna sjálfra og í þeirra hópi en þær hafa nú og það sé þá fyrst tímabært að stíga verulegt skref í þessa átt þegar fyrir lægi að málið hefði meiri stuðning bænda heldur en það hefur nú. Ég segi því nei við till.