22.05.1979
Sameinað þing: 102. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5208 í B-deild Alþingistíðinda. (4590)

Umræður utan dagskrár

Albert Guðmundsson:

Herra forseti. Ég vil taka undir þakkir hv. 12. þm. Reykv. til hv. 1. þm. Vestf. fyrir að bera fram þá fsp. sem hér er nú til umr. Og ég vil taka undir þá áskorun sem er þegar komin fram á hæstv. heilbrrh., að gefa þegar í stað fyrirmæli um að afturkölluð verði þau bréf eða tilkynningar, sem þegar hafa verið sendar til aðstandenda þess fólks sem dvelst á Kópavogshæli, og jafnframt verði sparnaðarnefnd fjmrn. skipað að hugsa með hjartanu þegar hún tekur viðkvæmar ákvarðanir sem snerta heilbrigðismál.