22.05.1979
Sameinað þing: 102. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5236 í B-deild Alþingistíðinda. (4607)

116. mál, endurskoðun meiðyrðalöggjafar

Ólafur Ragnar Grímsson:

Herra forseti. Hv. þm. Bjarnfríður Leósdóttir hefur beðið mig að mæla hér fyrir nál. vegna fjarveru hennar, en allshn. leggur einróma til að þessi ályktun um að fela ríkisstj. að endurskoða löggjöf um ærumeiðingar verði samþykkt, og tel ég ekki nauðsynlegt að hafa um það fleiri orð. Það er margt sem mælir með því, eins og fram hefur komið áður í umr. á þinginu, að nauðsynlegt sé að endurskoða þessa löggjöf, og berum við fullt traust til hæstv. ríkisstj. að annast það verkefni.