14.11.1978
Sameinað þing: 19. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 535 í B-deild Alþingistíðinda. (467)

Rannsókn kjörbréfs

Forseti (Gils Guðmundsson):

Mér hefur borist svohljóðandi bréf:

„Reykjavík, 13. nóv. 1978.

Lúðvík Jósepsson, formaður þingflokks Alþb., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem Svava Jakobsdóttir, 10. þm. Reykv., getur ekki sótt þingfundi næstu vikur vegna veikinda, leyfi ég mér samkv. beiðni hennar og með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að fara þess á leit, að 1. varamaður Alþb. í Reykjavík, Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands Íslands, taki sæti á Alþingi í forföllum hennar.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með óskum að þér látið fram fara í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Ingvar Gíslason,

forseti Nd.

Ég vil nú óska þess, að kjörbréfanefnd taki kjörbréfið til athugunar, og gef 7 mínútna fundarhlé. — [ Fundarhlé.]