22.05.1979
Neðri deild: 97. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5273 í B-deild Alþingistíðinda. (4678)

291. mál, Framleiðsluráð landbúnaðarins

Sverrir Hermannsson:

Herra forseti. Ég hafði hugsað mér að gera grein fyrir atkv. mínu, en ég þarf ekki að hafa um það ítarlegt mál, ég get látið nægja að vísa til grg. hv. þm. Sighvats Björgvinssonar. Það er augljóst, að þessi afgreiðsla málanna stenst ekki. Það var búið að taka ákvörðun um það, með hvaða hætti skyldi unnið að tillögugerð og síðan með hvaða hætti till. skyldu lagðar fyrir um fjárhagslega fyrirgreiðslu í því skyni sem hér um ræðir. Þess vegna stóðst auðvitað engan veginn sá afgreiðslumáti sem hér var hafður í frammi. Þetta er endileysa. Ég segi nei við þessu bráðabirgðaákvæði í heild sinni