23.05.1979
Sameinað þing: 103. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5281 í B-deild Alþingistíðinda. (4733)

264. mál, fiskeldi að Laxalóni

Forseti (Gils Guðmundsson):

Hér er um það að ræða, eins og um öll mannanna verk, að ákvæði um skipun nefndar samkvæmt þál. þessari gæti verið skýrara. En ég lít nú þannig á, að hér sé um það að ræða að Alþ. hafi ákveðið með samþykkt þessarar till. að kjósa þriggja manna nefnd til þess að vinna það verk sem hér er um að ræða.

Annað, sem gæti hér komið til álita, væri að hæstv. ríkisstj. væri falið að framkvæma þessa till. Ef einhver hv. alþm. ber brigður á að skilningur minn muni vera öllu réttari, þá er ekki um annað að ræða en hv. Alþ. skeri einnig úr þessu og ákveði hvort heldur skuli lítið þannig á, að Alþ. hafi verið að samþykkja að kjósa nefnd eða samþykkja till. til framkvæmdar hæstv. ríkisstjórnar.

Ég vil, áður en ég gef orðið laust um þingsköp, skýra frá því, að bornar hafa verið brigður á að skilningur minn sé réttur. Þarna getur verið um tvennt að ræða, og ég tel sjálfsagt að hv. Alþ. skeri úr um það, hvort menn líta þannig á, hv. alþm., að kjósa beri nú að þessari till. samþykktri þriggja manna nefnd eða hvort vísa skuli till. til hæstv. ríkisstj. til þess að hafa framkvæmd hennar með höndum.