23.05.1979
Sameinað þing: 103. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5282 í B-deild Alþingistíðinda. (4737)

264. mál, fiskeldi að Laxalóni

Vilhjálmur Hjálmarsson:

Herra forseti. Ég vil í framhaldi af því, sem hér hefur verið sagt, og í framhaldi af grg. minni fyrir atkv. mínu áðan láta það í ljós, að ég harma það í fyrsta lagi, að þingnefnd skuli flytja till. sem er gengið frá á þann hátt sem þessi er, og í öðru lagi, að synjað skuli vera um það hér á hv. Alþ. að senda til nefndar till. sem ekki er betur frá gengið en þetta. Jafnframt vil ég taka það fram, að ég hlíti að sjálfsögðu þeim úrskurði sem rétt stjórnvöld fella, þ. e. forseti með stuðningi skrifstofustjóra. Það er ekki nema sjálfsagt.