23.05.1979
Neðri deild: 101. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5290 í B-deild Alþingistíðinda. (4778)

Starfslok neðri deildar

Forseti (Ingvar Gíslason):

Þetta mun verða síðasti fundur í hv: Nd. á þessu þingi. Ég vil nefna það og hlýt að geta þess, að þetta þing hefur verið nokkuð langt. Það hefur verið allstormasamt á köflum, og það hefur stundum gustað um sali þessarar hv. deildar. Slíkt er ekki tiltökumál. En við þinglok leyfi ég mér að þakka varaforsetum deildarinnar ágæta aðstoð við mig og skrifurum þakka ég skyldurækni og mikilsverða aðstoð þeirra í þingstörfum. Skrifstofustjóra Alþingis og starfsliði þingsins öllu þakka ég störf í þágu þessarar þd. En umfram allt þakka ég þdm. samveruna á þinginu og ég óska þeim og fjölskyldum þeirra allra heilla í nútíð og framtíð.