23.05.1979
Sameinað þing: 104. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5292 í B-deild Alþingistíðinda. (4785)

Kosning þriggja manna vegna aðgerða vegna fiskeldis að Laxalóni

Forseti (Gils Guðmundsson):

Mér er um það kunnugt, að í þeirri n., sem flutti málið, hefur þetta verið rætt og þeir 7 alþm., sem ég vænti að eigi fullan rétt í Sþ. enda þótt þeir skipi þn. í Nd., standa að þessari tillögu.

Forseti lýsti yfir að kjörnir væru án atkvgr.:

Jónas Bjarnason lífefnafræðingur,

Jón Sveinsson framkvæmdastjóri,

Kristján Gíslason fyrrv. verðlagsstjóri.