23.05.1979
Sameinað þing: 105. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5292 í B-deild Alþingistíðinda. (4786)

Þinglausnir

Forseti (Gils Guðmundsson):

Háttvirtir alþingismenn. Ég mun nú í upphafi fundar gefa stutt yfirlit um störf Alþingis. Þingið hefur staðið yfir frá 10. okt. til 22. des. 1978 og frá 25. jan til 23. maí 1979, alls 193 daga.

ÞINGFUNDIR hafa verið haldnir:

Í neðri deild

101

Í efri deild

119

Í sameinuðu þingi

105

Alls

325

ÞINGMÁL og úrslit þeirra:

I. Lagafrumvörp:

1.

Stjórnarfrumvörp:

a.

Lögð fyrir neðri deild

34

b.

Lögð fyrir efri deild

56

c.

Lögð fyrir sameináð þing

2

92

2.

Þingmannafrumvörp:

a.

Borin fram í neðri deild

46

b.

Borin fram í efri deild

34

80

172

Úrslit urðu þessi:

1.

Lagafrumvörp:

a.

Afgreidd sem lög:

Stjórnarfrumvörp

60

Þingmannafrumvörp

22

b.

Fellt:

82

Þingmannafrumvarp

1

c.

Vísað til ríkisstjórnarinnar:

Stjórnarfrumvörpum

3

Þingmannafrumvörpum

3

6

d.

Afgreidd með rökstuddri

dagskrá:

Stjórnarfrumvörp

3

e.

Ekki útrædd:

Stjórnarfrumvörp

26

Þingmannafrumvörp

54

80

+

172

326

H. Þingsályktunartillögur:

a.

Bornar fram í sameinuðu þingi

95

b.

Borin fram í neðri deild

1

c.

Bornar fram í efri deild

6

-

102

Úrslit urðu þessi:

a.

Ályktanir Alþingis

29

b.

Vísað til ríkisstjórnarinnar

7

c.

Afgreidd með rökstuddri

dagskrá

1

d.

Tekin aftur

1

e.

Felld

1

f.

Ekki útræddar

63

+

102

III. Fyrirspurnir:

Í sameinuðu þingi 78. Sumar eru

fleiri saman á þingskjali svo að

málatala þeirra er ekki nema

45

Allar voru fyrirspurnir þessar

ræddar eða svarað skriflega nema

ein.

Mál til meðferðar í þinginu alls

-

319

Skýrslur ráðherra voru

.

7

Tala prentaðra þingskjala

.

900

Eins og nú er rakið hefur þetta þing haft til meðferðar fjölda mála og hafa mörg þeirra hlotið afgreiðslu. Ágreiningur hefur orðið um eitt og annað, sem um hefur verið fjallað hér á hv. Alþingi. Deilur hafa stundum risið nokkuð hátt og viljað þá hverfa í skuggann þau mörgu og oft merku mál, sem víðtæk eða jafnvel alger samstaða náðist um. En nú, þegar upp er staðið, óskum við þess öll að störf þess Alþingis, sem nú er að ljúka, megi verða þjóðinni til nytja.

Ég þakka hv. alþm. og hæstv. ríkisstj. fyrir góða samvinnu. Deildarforsetum og varaforsetum flyt ég þakkir fyrir ágætt samstarf svo og skrifurum sem hafa veitt mér margvíslega aðstoð. Starfsfólki Alþingis öllu færi ég þakkir fyrir mikilsvert framlag þess til þinghaldsins og þingstarfanna.

Þegar Alþingi er slitið að þessu sinni eru ýmsar blikur á lofti í íslensku þjóðlífi og veður öll válynd. Ég nefni það eitt, sem ofarlega er í hugum margra þessa dagana, að enn sér ekki fyrir endann á fádæma hörðu vori sem valdið hefur og veldur fjölmörgum þegnum þessa þjóðfélags þungum búsifjum. Ég læt í ljós þá von, að þeim hremmingum, sem að landsmönnum steðja um þessar mundir, megi linna sem fyrst.

Skáldið og stjórnmálaforinginn Hannes Hafstein komst svo að orði í hinu mikla kvæði sínu „Í hafísnum“, eftir að hann hafði dregið upp ógleymanlega mynd frá hörðu hafísvori:

„Yfir sólroðinn sæ

bar sumarsins blæ

og það sumar var hlýtt og gott.“

Megi svo enn verða.

Öllum landsmönnum óska ég árs og friðar.