23.05.1979
Sameinað þing: 105. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5294 í B-deild Alþingistíðinda. (4788)

Þinglausnir

Forseti (Gils Guðmundsson):

Ég þakka hv. 11. þm. Reykv. fyrir hlýjar óskir og góðar í minn garð og ég þakka öllum hv. alþm. fyrir að taka undir þær.

Forseti Íslands (Kristján Eldjárn): Gefið hefur verið út svofellt forsetabréf:

„Forseti Íslands gjörir kunnugt:

Alþingi, 100. löggjafarþing, lýkur störfum miðvikudaginn 23. maí 1979. Mun ég því slíta Alþingi þann dag.

Gjört í Reykjavík, 22. maí 1979.

Kristján Eldjárn.

Ólafur Jóhannesson.

Forsetabréf um þinglausnir.“

Samkvæmt þessu bréfi, sem ég hef nú lesið, lýsi ég yfir því, að þessu þingi, sem nú hefur lokið störfum, er slitið. Ég óska þm. velfarnaðar, þjóðinni allra heilla og bið alþm. að minnast fósturjarðar vorrar, Íslands, með því að rísa úr sætum.