20.11.1978
Sameinað þing: 23. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 715 í B-deild Alþingistíðinda. (577)

Rannsókn kjörbréfs

Frsm. (Einar Ágústsson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur haft til athugunar í fyrsta lagi kjörbréf gefið út af landskjörstjórn til handa Steinþóri Gestssyni, sem er 1. landskjörinn varaþm. Sjálfstfl. Leggur n. til að kjörbréfið verði metið gilt og kosningin samþykkt.

Þá hefur n. í öðru lagi athugað skeyti frá formanni yfirkjörstjórnar Vestfjarðakjördæmis til handa Jóni Baldvin Hannibalssyni sem 1. varamanni Alþfl. í Vestfjarðakjördæmi. N. leggur einnig til að sú kosning verði metin gild.