21.11.1978
Sameinað þing: 24. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 786 í B-deild Alþingistíðinda. (639)

89. mál, Vesturlína

Forseti (Gils Guðmundsson):

Vegna ummæla hv. 2. þm. Norðurl. v. um það, að ég hafi heimilað allmörgum ræðumönnum að fara fram úr hinum tveggja mínútna ræðutíma, þá má vel vera að það sé ásökunarefni á mig að hafa ekki verið strangari. En ég tel að það hafi ekki verið ýkjamikið að öðru leyti en því, að ég heimilaði hv. 11. þm. Reykv. að tala nokkru lengra mál með tilliti til þess að hann er fyrrv. iðnrh. og þetta mál snerti hann því meira en aðra hv. þm. Annars er það að sjálfsögðu rétt aths. hjá hv. 2. þm. Norðurl. v., að forseti á að vera strangur gagnvart því að reglum um þingsköp sé fylgt.