27.11.1978
Efri deild: 19. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1003 í B-deild Alþingistíðinda. (699)

Forseti segir af sér

Forseti (Jón Helgason):

Hv. þdm. hafa heyrt yfirlýsingu forseta, en í 8. gr. þingskapa stendur: „Þó er hverjum embættismanni þingsins heimilt að leggja niður starf sitt, ef meiri hl. leyfir í þingdeild eða sameinuðu þingi.“ Það hefur verið borin fram sú ósk við mig, að frekari afgreiðslu þessa máls verði frestað og enn fremur að tekin verði út af dagskrá þau mál sem á dagskrá standa, 1.–8. mál.