29.11.1978
Neðri deild: 23. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1150 í B-deild Alþingistíðinda. (759)

106. mál, ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu

Forseti (Ingvar Gíslason):

Það er nú verið að ræða hér afar mikilvægt mál og forseti hefur enga löngun til þess að grípa inn í ræðutíma manna. Eigi að síður háttar nú þannig hjá okkur í dag, að það væri mjög þakksamlega þegið ef þeir hv. þdm., sem enn eru á mælendaskrá, vildu stytta mál sitt svo að hægt væri að koma fyrir öllum tæknibúnaði til útvarps frá Alþingi sem verða á í kvöld.