29.11.1978
Efri deild: 20. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1161 í B-deild Alþingistíðinda. (768)

106. mál, ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Umr. fer þannig fram, að hver þingflokkur fær til umráða 30 mínútur, er skiptast í tvær umferðir, 15–20 mín. í þeirri fyrri og 10–15 í þeirri síðari. Röð flokkanna verður þessi í báðum umferðum: Framsfl., Sjálfstfl., Alþb. og Alþfl. Ræðumenn flokkanna verða: Fyrir Framsfl. í fyrri umferð Ólafur Jóhannesson forsrh. og í síðari umferð Steingrímur Hermannsson dómsmrh. Fyrir Sjálfstfl. í fyrri umferð Þorv. Garðar Kristjánsson, 5. þm. Vestf., og í síðari umferð Eyjólfur K. Jónsson, 5. þm. Norðurl, v. Fyrir Alþb. í fyrri umferð Ragnar Arnalds menntmrh. og Ólafur Ragnar Grímsson, 3. landsk. þm., í síðari umferð. Fyrir Alþfl. í fyrri umferð Kjartan Jóhannsson sjútvrh. og Bragi Níelsson, 8. landsk. þm., en í síðari umferð Karl Steinar Guðnason, 5. þm. Reykn.

Hefst nú umr. og tekur fyrstur til máls hæstv. forsrh., Ólafur Jóhannesson.