30.11.1978
Neðri deild: 24. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1224 í B-deild Alþingistíðinda. (808)

70. mál, veðdeild Búnaðarbanka Íslands

Pálmi Jónsson:

Herra forseti. Ég þakka upplýsingar hæstv. ráðh. varðandi fsp. mínar. Ég vil þó ítreka, að mér sýnist að afgreiðsla á þessu máli hafi dregist nokkuð, og er ákaflega brýnt að gengið verði frá þeim lánareglum, sem hér er um að tefla, þannig að afgreiðsla þessara lána geti hafist. Ég treysti því, að hæstv. ríkisstj. gangi frá þessum málum þannig að það takist örugglega að afgreiða þessi lán nú fyrir jólin, því að margir þeir, sem staðið hafa að kaupum eða viðskiptum með jarðir, eru búnir að bíða lengi eftir úrlausn þessara mála.

Um önnur þau atriði, sem fram komu í ræðu hæstv. ráðh., þ.e. fyrirhugaðar breytingar á landbúnaðarlöggjöfinni, mun ég ræða þegar þau liggja fyrir.