04.12.1978
Efri deild: 23. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1237 í B-deild Alþingistíðinda. (830)

Kosning forseta deildarinnar í stað Braga Sigurjónssonar

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

háttvirtir þdm. Ég vil þakka traust það sem þið hafið nú sýnt mér með því að kjósa mig forseta Ed. Alþingis.

Forseti er embættismaður þd. og gegnir hlutverki sínu í umboði hennar. Forseta ber því að rækja störf sín í þágu deildarinnar í heild, en ekki einstakra stjórnmálaflokka, ríkisstj. eða stjórnarandstöðu.

Ég mun leitast við á sama veg og áður að verða þess trausts verður sem hv. Ed. Alþingis hefur nú enn á ný vottað mér. Það er spurt um hvort það eigi að kjósa varaforseta. Ég vil taka það fram. að það er ekki á dagskrá þessa fundar, en verður að sjálfsögðu tekið á dagskrá næsta fundar, því að það var ekki vitað fyrir fram hvernig færi kjör í sæti forseta deildarinnar.