06.12.1978
Efri deild: 24. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1304 í B-deild Alþingistíðinda. (899)

107. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Félmrh. (Magnús H. Magnússon):

Herra forseti. Þetta frv. um breyt. á l. um tekjustofna sveitarfélaga er flutt til samræmingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og lögum um Ferðaskrifstofu ríkisins. Í lögum um Ferðaskrifstofu ríkisins segir að það fyrirtæki skuli greiða landsútsvar, og þetta frv. er eingöngu um að það verði tekið upp í tekjustofnalög sveitarfélaga í upptalningu um fyrirtæki sem skuli greiða landsútsvar.

Herra forseti. Ég legg til að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og félmn.