15.10.1979
Neðri deild: 1. fundur, 101. löggjafarþing.
Sjá dálk 13 í B-deild Alþingistíðinda. (23)

Sætaskipun

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Ég vil aðeins taka það fram, að vegna þess að ég hafði heyrt sömu hugmynd og orðuð hefur verið við hæstv. forseta, þá leitaði ég mér upplýsinga hjá skrifstofustjóra Alþingis um hvort þetta væri heimilt. Hann kvað svo vissulega vera, ef þd. samþykkti till. um að sætaskipunin skuli vera sú sama og var í þessari deild á síðasta Alþingi, að vísu með tilliti til þeirra breytinga á sætaskipun manna sem ég held að verði vart umflúin. Ég vil því taka það fram, að það er skoðun skrifstofustjóra að þetta sé fyllilega heimilt, ef þd. samþykkir það, og fyrir þessu eru fordæmi.