16.10.1979
Efri deild: 2. fundur, 101. löggjafarþing.
Sjá dálk 16 í B-deild Alþingistíðinda. (32)

Starfslok efri deildar

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Hv. þdm. Það læðist að mér sá grunur að þetta kunni að vera síðasti þingfundur hv. Ed. á þessu þingi. Ég vil því nota tækifærið til þess að þakka ykkur hv. þdm. fyrir samveruna á þessu þingi, þótt stutt hafi verið.

Ef svo fer fram sem horfir erum við ekki einungis að ljúka þessu þingi, heldur yrði þetta lokaþing þess kjörtímabils og kosningabarátta fram undan. Ég óska öllum hv. þdm. sæmdar í þeim leik, en auðna mun ráða hverjir okkar eiga hingað afturkvæmt.

Og þegar leiðir skilja óska ég öllum utanbæjarþm. góðrar heimferðar og ánægjulegrar heimkomu og öllum hv. þdm. heilla og hamingju hvar sem leiðir liggja.(StJ: Ég vildi gjarnan fá að ávarpa forseta frá sæti mínu. Ég hygg að við getum orðið sammála um það, að vandfundin eru dæmi þess að fundum í Ed. Alþingis hafi verið stjórnað betur á jafnskömmum tíma.) Ég þakka hin vinsamlegu orð hv. 4. þm. Norðurl. e.

Er þá verkefni þessa fundar lokið. Fundi er slitið.