18.03.1980
Neðri deild: 45. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1176 í B-deild Alþingistíðinda. (1193)

45. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Ólafur G. Einarsson:

Herra forseti. Mér er ljós hin þrönga staða sveitarfélagann að því er tekur til tekjuöflunar þeirra. Sjálfstfl. er fylgjandi því, að sveitarfélögin fái rýmri heimildir til álagningar útsvara en þau hafa og þó einkum að samræmi sé milli verkefna og tekna. Svo er ekki nú og sígur raunar á ógæfuhlið. Þrátt fyrir þetta get ég ekki fallist á heimild til hækkunar útsvara nú um 10% þar sem sýnilega er um að ræða íþyngjandi skattbyrðar um allt að 5 milljarða kr.

Slíkri till. hefði ég greitt atkv. ef um leið hefði verið tekin ákvörðun um tekjuskattstiga og sýnt að ekki yrði þá um aukna skattbyrði að ræða frá þeim ósköpum sem nú viðgangast. Ég greiddi atkvæði með tillögum á þskj. 199 og 206 áðan til að reyna með því að rétta hlut sveitarfélaganna og tryggja um leið að ríkisstj. léti af skattæði sínu. Stjórnarliðar felldu þá till. Með vísun til þess, sem ég hef hér talið, segi ég nei.