24.03.1980
Efri deild: 51. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1320 í B-deild Alþingistíðinda. (1294)

127. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Forseti (Helgi Seljan):

Út af orðum hv. þm. um vinnu­brögð vil ég taka það fram í fyrsta lagi, að því miður hafa þau viðgengist ærið lengi hér á Alþ. og ekkert nýtt í því. Ég segi: því miður, því það er mikið miður að svona skuli vera. Hins vegar vil ég taka það einnig fram, að ég ræddi það við fulltrúa beggja stjórnarandstöðuaðila, þegar mér varð ljóst að ekki hafði verið rætt við þá áður, hvort þeir hefðu mikið á móti því, að þetta mál kæmi fyrir, og þeir tjáðu mér, báðir aðilar, að þeir gætu fallist á þessa máls­meðferð. Ég skal hins vegar sjá til þess, að slíkt sem þetta gerist ekki aftur, ekki að nauðsynjalausu, en svo hefur verið æðioft á þeim tíma sem ég hef setið hér, að mál hafa að nauðsynjalausu verið tekin þannig fyrir.