24.03.1980
Neðri deild: 48. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1344 í B-deild Alþingistíðinda. (1315)

45. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Félmrh. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Vegna þeirra fsp., sem hér eru bornar fram af hv. 9. þm. Reykv. og hv. 1. þm. Vestf., vil ég segja:

Frv., sem hér er lagt fram, 45. mál Alþ., var flutt af ríkisstj. Benedikts Gröndals á sínum tíma þar sem verið var að samræma tekjustofnalögin annars vegar og tekjuskattslögin hins vegar. Mér er ekki kunnugt um hvort samráð var haft við aðila vinnumarkaðarins um framlengingu þess frv. þá.

Varðandi málið að öðru leyti vil ég seg ja það, að nú eru að hefjast viðræður milli ríkisstj. og verkalýðshreyfing­arinnar að beiðni Alþýðusambands Íslands um ýmsar félagslegar ráðstafanir sem Alþýðusamband Íslands hef­ur borið fram kröfu um. Í þeim viðræðum hefur enn ekki verið fjallað um þau mál sem snúa að félmrn. annars vegar og trmrn. hins vegar, en það er eini fundurinn sem hefur verið haldinn. Hann var haldinn kl. 9 í morgun. Samþykki verkalýðshreyfingarinnar, ef spurt er um það, við þeirri breytingu, sem hér er verið að gera á tekju­stofnalögunum, liggur ekki fyrir.