24.03.1980
Neðri deild: 48. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1347 í B-deild Alþingistíðinda. (1326)

45. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég heyrði að hv. 7. þm. Reykv. hefur haft vondan kennara í skattamálum. Staðreyndin er að sjálfsögðu sú, að eftir því sem skattar eru lægri vegur skattbyrðin minna og þá borga einstakl­ingarnir minna. Þetta er augljóst mál. Það var misskiln­ingur hjá hæstv. fjmrh. eða vísvitandi ósannindi þegar hann sagði í útvarpi síðast þegar þetta mál var til umr. að skattahækkanir hefðu skattalækkun í för með sér, enda kom þá í ljós að hann skilur hvorki upp né niður í því hvað persónufrádráttur er. Það er enn fremur rangt að persónufrádráttur sé helmingi hærri samkv. þessum lög­um en vera mundi ef eldri skattalög hefðu gilt. Hann er ívið hærri hjá einstaklingum, 50% hærri hjá hjónum. Skattstigar eru knappari og þyngri. 30% þrepið hefur verið niður fært og gert að 35% þrepi, sem bitnar á þeim mönnum sem þar voru áður. 50% skattþrep er komið eins og sjálfsagt mál og bitnar á launafólki, mest kannske fólki í frystihúsum. Af þessum ástæðum segi ég já.