25.03.1980
Sameinað þing: 36. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1358 í B-deild Alþingistíðinda. (1344)

Umræður utan dagskrár

Forsrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Ég hef áður að gefnu tilefni gert ákvæði þingskapa um stefnu­ræðu forsrh. að umtalsefni hér. Það liggur eins ljóst fyrir og verið getur, að þau ákvæði eiga við um stefnuræðu í upphafi þings, en eiga ekki lengur við. Þessum skilningi var andmælt af hv. 1. þm. Reykn. Nú hefur hæstv. forseti skorið úr um það efni, hvernig skilja beri þingsköp og það sem borið var upp á sínum tíma í byrjun þessa þings. Er skilningur hans, eins og hv. þm. hafa heyrt og vafa­laust allir skilið nema hv. síðasti ræðumaður, og ummæli hæstv. forseta alger staðfesting á þeim skilningi sem ég hafði áður skýrt frá.