25.03.1980
Sameinað þing: 36. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1358 í B-deild Alþingistíðinda. (1346)

Umræður utan dagskrár

Ólafur Ragnars Grímsson:

Herra forseti. Samkv. 53. gr. þingskapa er kveðið svo á, að þegar útvarpað er umr. um þingmál skuli þingflokkar hafa rétt til jafnlangs ræðutíma og forsetar gefa þm. færi á að taka til máls þannig að flokkar skiptist á. Við útvarpsumr. gilda ekki ákvæði um málfrelsi ráðh. Vegna lokaorða í tilkynningu hæstv. forseta áðan um þá útvarpsumr. sem fram á að fara samkv. venju í lok þings, þar sem forseti orðaði eitthvað á þá leið að hann óskaði eftir samkomulagi um breytta skipan, vil ég óska nánari skýringar á lokaorðum tilkynningarinnar með sérstöku tilliti til 53. gr.