25.03.1980
Sameinað þing: 36. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1372 í B-deild Alþingistíðinda. (1371)

121. mál, greiðslur vegna Búnaðarþings

Fyrirspyrjandi (Vilmundur Gylfason):

Herra forseti. Á þskj. 204 hef ég leyft mér að flytja fsp. til hæstv. landbrh. Pálma Jónssonar um greiðslur úr ríkissjóði vegna Búnaðarþings. Fsp. er svo hljóðandi:

„1. Hversu mikið var greitt úr ríkissjóði vegna nýaf­staðins Búnaðarþings?

2. Hver voru:

a) laun þingfulltrúa,

b) annar kostnaður?“