25.03.1980
Sameinað þing: 36. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1373 í B-deild Alþingistíðinda. (1372)

121. mál, greiðslur vegna Búnaðarþings

Landbrh. (Pálmi Jónsson):

Herra forseti. Fsp. hv. þm. er í tvennu lagi, eins og hann skýrði hér. Í fyrsta lagi: Hversu mikið var greitt úr ríkissjóði vegna nýafstaðins Búnaðarþings?

Samkv. upplýsingum úr bókhaldi Búnaðarfélags Íslands námu greiðslur vegna Búnaðarþings 1980 alls 18 millj. 135 þús. kr. Búnaðarfélag Íslands er, eins og kunnugt er, ríkisstofnun og falla því þessar greiðslur á ríkissjóð.

Í öðru lagi er spurt:

a) Hver voru laun þingfulltrúa? b) Hver var annar kostnaður?

Laun þingfulltrúa voru samtals 7 millj. 596 þús kr. Annar kostnaður, sem greina má í þrjá undirþætti, var samtals 10 millj. 539 þús. kr., þ.e. uppihaldskostnaður 7 millj. 410 þús., ferðakostnaður 1 millj. 929 þús, og annar kostnaður áætlaður 1 millj. 200 þús. kr. Samtals nema þessar greiðslur því, eins og ég sagði áður, 18 millj. 135 þús. kr.

Með þessum orðum hygg ég að fsp. hv. þm. sé svarað.