31.03.1980
Neðri deild: 52. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1538 í B-deild Alþingistíðinda. (1510)

49. mál, almannatryggingar

Frsm. (Guðrún Helgadóttir):

Herra forseti. Heilbr.og trn. þessarar hv. d. hefur fjallað öðru sinni um frv. til l. nm breyt. á lögum nr. 115 30. des. 1978, sbr. lagasetningar um sjúkratryggingagjald frá árinu 1977 og 1975, um breyt. á lögum um almannatryggingar, nr. 67/1971. Frv. var fyrst lagt fram í des. s.l. og hlaut þá umfjöllun í n. og samþykkt hennar, en fjórir nm. skrifuðu undir nál. með fyrirvara. Nefndin hefur nú orðið sammála um að mæla með frv. með brtt. sem lagðar eru fram á þskj. 221. Sigurbjörn Þorbjörnsson ríkisskattstjóri var kallaður til fundar við n. og tók hún til greina ábendingar hans, sem nær allar voru leiðréttingar með hliðsjón af frv. til l. um breyt. á lögum um tekjustofna sveitarfélaga á þskj. 212.

Gera má grein fyrir umræddum brtt. á þskj. 221 í örstuttu máli:

1. Lagt er til að 1. gr, laganna taki breytingum sem fyrir liggja á þskj. 221. Fyrsta breytingin þar er komin til af því að samkv. 3. gr. frv. á þskj. 212 hefur elli- og örorkulífeyrir verið tekinn út úr útsvarsstofni svo að orðalagið á ekki lengur við.

2. Þar er um það að ræða að námsfrádráttur og lækkaðar skattgjaldstekjur eru jafnframt farnar út úr útsvarsstofni og liðirnir b og c í 2. tölul. 1. gr. því óþarfir.

3. Með þessari breytingu er lögfest sú framkvæmd, sem við hefur gengist, að nægilegt sé að framteljandi hafi náð 67 ára aldri, en ekki sé skilyrði að taka ellilífeyris sé hafin. En eins og kunnugt er er mönnum í sjálfsvald sett hvort þeir taka lífeyri við 67 ára aldur eða ekki.

4. Þessi breyting tryggir að þegar við álagningu falli niður gjald, sem ekki nær 4 þús. kr., í stað þess að setja þá niðurfellingu í verkahring innheimtuaðila. — Á þetta lagði ríkisskattstjóri nokkra áherslu.

5. Brtt. er aðeins um orðalagsbreytingu, sem frekast er til að skýra ákvæði betur þar sem um alla greinina er að ræða.

6. Brtt. er augljóslega komin til vegna þess hversu liðið er á árið og talið eðlilegra að 2. gr. orðist svo: Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu skatta á árinu 1980 vegna tekna ársins 1979. — Ég held að hv. þm. sjái í hendi sér að þetta er eðlilegra orðalag.

Um þetta er raunverulega ekki meira að segja. Eins og ég sagði áðan hefur hv. heilbr.- og trn. orðið sammála um að mæla með þessum breytingum.