02.04.1980
Efri deild: 57. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1699 í B-deild Alþingistíðinda. (1565)

49. mál, almannatryggingar

Frsm. (Helgi Seljan):

Herra forseti. Heilbr.- og trn. hefur fjallað um frv. til l. um breyt. á lögum um almannatryggingar, 49. mál, sem komið er til okkar deildar frá Nd. Hér er um að ræða framlengingu svokallaðs sjúkratryggingagjalds. Þær breytingar, sem frv. tók í Nd., voru annars vegar að mestu leyti fólgnar í ýmsum lagfæringum sem þurfti að gera vegna nýrra laga um tekju- og eignarskatt, en aðalatriði frv. eru breytingar á viðmiðunartölum, bæði frádráttartölum varðandi gjaldstofninn, sem er nú 650 þús. í viðbót við fjárhæðir elli- og örorkulífeyrisbóta í stað 450 á síðasta ári, og eins varðandi gjaldstofninn, að gjaldið sé 1.5% af fyrstu 4 millj. 500 þús. í staðinn fyrir að síðast voru það 3 millj. 450 þús.

Nefndin varð sammála um að mæla með að frv. verði samþykkt.