02.04.1980
Sameinað þing: 41. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1734 í B-deild Alþingistíðinda. (1603)

116. mál, fjárlög 1980

Ólafur Ragnar Grímsson:

Herra forseti. Það er mikil nauðsyn að bæta starfsaðstöðu fjölmiðla hér í Alþingishúsinu til þess að þjóðin fái meiri fréttir og ítarlegri af því sem hér gerist. Ég tel til bóta að þjóðin fái sem ítarlegastar fréttir af málflutningi sumra þm. hér, það er rétt. Hins vegar held ég að það mál þurfi miklu betri og miklu vandaðri undirbúning en sú till. felur í sér sem hér er verið að greiða atkv. um. Ég mun fyrir mitt leyti beita mér fyrir því, að formenn þingflokkanna og forsetar þingsins taki upp viðræður sín á milli fyrir upphaf næsta þings um verulegar endurbætur á þessu sviði. Þess vegna greiði ég ekki þessari till. atkv. (VG: Kerfiskarl. Kerfiskarl.) Ég bið hv. þm. Vilmund Gylfason að láta renna af sér það sem þjáir hann nú og segi nei.