02.04.1980
Sameinað þing: 41. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1739 í B-deild Alþingistíðinda. (1621)

116. mál, fjárlög 1980

Iðnrh. (Hjörleifur Guttormsson):

Herra forseti. Þegar fjárlagafrv. var lagt fram s. l. haust var ekki gert ráð fyrir neinum tekjum til iðnaðar af aðlögunargjaldi. Þegar fjárlagafrv. var lagt fram öðru sinni í vetur var gert ráð fyrir 500 millj. kr. tekjum til iðnaðar af þessu gjaldi, en nú er gert ráð fyrir ráðstöfun 850 millj. kr. Það er jafnframt gert ráð fyrir því, að það, sem umfram er samkv. tekjuáætlun af þessu gjaldi, komi til ráðstöfunar til iðnþróunar á næstá ári. Ég segi því nei.