02.04.1980
Sameinað þing: 41. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1740 í B-deild Alþingistíðinda. (1623)

116. mál, fjárlög 1980

Vilmundur Gylfason:

Herra forseti. Það er furðulegt kerfi sem við erum að búa til í kringum okkur. Hér er um það að ræða, að einkafyrirtæki, fyrirtæki sem ég er alinn upp við að kalla braskfyrirtæki, er rekið með tapi. Gróðann, sem einhvers staðar er þó, þann gróða er einhvers staðar að finna. Þetta er tapfyrirtæki. Með þessari till. er verið að leggja til að ríkið, þ. e. skattgreiðendur, þjóðnýti tapið. Það er hið raunverulega inntak þessarar till. Þetta er það sem gáfaður maður hefur kallað „sósíalisma andskotans.“ Þetta er röng aðferð. Fyrir hönd skattgreiðenda segi ég nei.