09.04.1980
Sameinað þing: 42. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1742 í B-deild Alþingistíðinda. (1629)

Rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Jósef H. Þorgeirsson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur haft til athugunar kjörbréf Ellerts B. Schram, 2. varamanns at lista Sjálfstfl. í Reykjavík, sem tekur sæti Geirs Hallgrímssonar, 1. þm. Reykv. Enn fremur kjörbréf Guðmundar Gíslasonar, 1. varamanns Framsfl. í Austurlandskjördæmi, sem tekur sæti Tómasar Árnasonar, 1. þm. Austurl. Og enn fremur kjörbréf Sveins Jónssonar, 1. varamanns Alþb. í Austurlandskjördæmi, sem tekur sæti Helga Seljans, 2. þm. Austurl. Og í fjórða lagi hefur kjörnefnd haft til athugunar kjörbréf Siggeirs Björnssonar, 1. varamanns af L-listanum í Suðurlandskjördæmi, sem tekur sæti Eggerts Haukdals, 6. þm. Suðurl.

Nefndin er sammála um að mæla með því, að kosning þessara manna verði tekin gild og kjörbréfin samþykkt.