20.12.1979
Neðri deild: 9. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 128 í B-deild Alþingistíðinda. (166)

42. mál, bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég vil að það komi strax fram vegna þessarar óskar hæstv. fjmrh., að mér sýnist vera fullkomið álitamál hvort rétt sé að undirnefnd fjvn. fái af hendi n. það umboð sem hann var að minnast á. Það, sem við gerum ráð fyrir í þeirri brtt. sem hv. fjh.og viðskn. gerir, er að fjvn. öll fari yfir þessi atriði. Ég vil að það sé mjög skýrt af minni hálfu a.m.k. að ég tel ekkert sjálfgefið að hv. fjvn. eigi að veita þessu valdi til undirnefndar sinnar.