09.04.1980
Neðri deild: 58. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1817 í B-deild Alþingistíðinda. (1669)

135. mál, orkujöfnunargjald

Guðmundur J. Guðmundsson:

brtt., sem hér er til atkv., fjallar um það eitt að setja ákveðin tímamörk á þessi lög. Megnið af þessari fjárupphæð á að ganga til niðurgreiðslu á kyndingarkostnaði. Við vitum ekkert um olíuverð um næstu áramót. Það má vel vera að þá séu ýmsar aðrar leiðir uppi. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að hafa á gjaldinu tímamörk. Ég hef greitt atkv. með tillögunni um að leggja á þetta gjald og ég greiði líka atkv. með því að hafa það til skoðunar um næstu áramót og segi þess vegna já.