20.12.1979
Neðri deild: 9. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 128 í B-deild Alþingistíðinda. (169)

32. mál, eftirlaun til aldraðra

Frsm. (Jóhanna Sigurðardóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 60 frá heilbr.- og trn. um eftirlaun til aldraðra.

Í fjárhagsákvæði 3. tölul. 25. gr. frv. er ákvæði um að Atvinnuleysistryggingasjóður standi undir hluta kostnaðar vegna II. kafla frv., en í grg, með frv. um eftirlaun til aldraðra segir að öðrum útgjöldum verði létt af sjóðnum að sama skapi og muni frv. þess efnis lagt fram á Alþ. innan skamms. í n. voru skiptar skoðanir um að þessi aths. í grg. tryggði að ekki yrðu lagðar auknar byrðar á Atvinnuleysistryggingasjóð. Samstaða náðist þó í n. um að mæla með samþykkt frv. með eftirfarandi ákvæði til bráðabirgða:

„Þrátt fyrir ákvæði 3. tölul. 25. gr. skal ríkissjóður standa undir hluta Atvinnuleysistryggingasjóðs af greiðslu eftirlauna samkv. II. kafla laga þessara, þar til lög hafa verið sett, sem létta af sjóðnum skyldu hans til greiðslu atvinnuleysisbóta í fæðingarorlofi.“

Með ákvæði þessu er ótvírætt tekinn af allur vafi um að ekki verði lagðar neinar auknar byrðar á Atvinnuleysistryggingasjóð, en í ákvæðinu felst að létt verði af sjóðnum fæðingarorlofi, sem verið hefur þar mjög þungur baggi, áður en fjármögnun Atvinnuleysistryggingasjóðs komi til samkv. II. kafla laga um eftirlaun til aldraðra. Ætla má að kostnaður Atvinnuleysistryggingasjóðs á næsta ári vegna fæðingarorlofs verði um 1000–1200 millj, kr., en áætlaður kostnaður hans vegna eftirlauna aldraðra um 450 millj. Er hér því um verulega minni kostnað að ræða fyrir Atvinnuleysistryggingasjóð.

Heilbr.- og trn. leggur áherslu á að afgreiðslu frv. verði hraðað og þetta mikilvæga réttindamál verði að lögum nú fyrir þinghlé.