10.04.1980
Neðri deild: 59. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1860 í B-deild Alþingistíðinda. (1713)

94. mál, sjómannalög

Guðrún Helgadóttir:

Herra forseti. Mig langar aðeins að gera fsp. í sambandi við 3. mgr. þess frv. sem hér er til umr. Þar segir svo um hversu lengi skipverjar skuli halda launum, með leyfi forseta: „þó ekki tengur en tvo mánuði, ef um er að ræða stýrimann, vélstjóra, bryta eða loftskeytamann, en einn mánuð, ef skipverji gegnir annarri stöðu á skipinu“.

Það vekur athygli mína hvers vegna þessi mismunun er gerð. Varðandi slysatryggingar allra launamanna í landinu er eitt látið yfir alla ganga og sömu tímatakmörk gilda um allar starfstéttir. Ég vil þess vegna leyfa mér að varpa fram fsp. til hæstv. sjútvrh., hver hugsun sé raunverulega í þessum mismun.