10.04.1980
Neðri deild: 59. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1860 í B-deild Alþingistíðinda. (1714)

94. mál, sjómannalög

Magnús H. Magnússon:

Herra forseti. Vegna fsp. frá hv. þm. Guðrúnu Helgadóttur vil ég upplýsa það, að þetta er þannig til komið að þessi yfirmannafélög hafa þennan rétt í dag. Það er verið að auka rétt þeirra, sem hafa lítinn rétt, hafa ekki nema 14 daga nú, upp í mánuð eftir staðgengisreglunni. Hinir hafa þennan rétt í dag og þótti ekki ástæða til að hafa hann minni í lögunum heldur en hann er í samningum í dag. Auðvitað skil ég vel þessa aths. og var alveg sama sinnis og fyrirspyrjandi þegar byrjað var að athuga þessi mál. En þetta er skýringin.