15.04.1980
Sameinað þing: 44. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1900 í B-deild Alþingistíðinda. (1760)

223. mál, íslenskukennsla í Ríkisútvarpinu

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Á þeim stutta tíma, sem menn hafa til umráða, er ekki mikið hægt að ræða um orkumál, virkjanir og virkjunarrannsóknir, en mér finnst þó vera ástæða til að láta það koma fram, að ég held að það sé rétt að það orðalag, sem notað er í fjárlagafrv. á bls. 185, þar sem segir að fjármagnið eigi að fara til ráðstöfunar að meginhluta á Austurlandi, hafi ekki fundist í fyrri fjárlagafrumvörpum. Vegna setu minnar í hv. fjvn. langar mig til þess af forvitni um fjárlagagerð að fá um það upplýsingar, hvernig þetta orðalag fer inn í fjárlagafrv., hver það er sem í upphafi setur þetta orðalag inn, hvort það sé hæstv. iðnrh. eða hvort það sé hæstv. fjmrh. sem ber meginábyrgð á frv., hvort þetta sé á vitund allrar ríkisstj., sem í raun ber ábyrgð á þessu frv. sem stjfrv., og þá sérstaklega hvort hæstv. landbrh., sem er mikill áhugamaður um Blönduvirkjun, hafi verið spurður um það, hvort þetta orðalag ætti að birtast þarna á ábyrgð ríkisstj. Ég held að það væri athyglisvert fyrir þá, sem sitja í fjvn., ekki síst vegna þess að grg. og aths. með fjárlagafrv. hafa talsverða þýðingu, að þeir verði ásamt þingheimi upplýstir um hvernig svona orðalag og svona breyting á milli frv. verður til og hvernig það er unnið af hálfu þeirra sem bera ábyrgð á fjárlagafrv.