17.04.1980
Sameinað þing: 45. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1956 í B-deild Alþingistíðinda. (1812)

Rannsókn kjörbréfs

Frsm. (Friðrik Sophusson):

Herra forseti. Hv. kjörbréfanefnd hefur komið saman og kannað kjörbréf Sigurlaugar Bjarnadóttur eins og það kom staðfest í svo hljóðandi símskeyti, með leyfi forseta:

„Við talningu atkvæða í alþingiskosningunum, sem fram fóru 2. og 3. des. 1979, hlaut Sigurlaug Bjarnadóttir, Njörvasundi 15A, Reykjavík, kosningu sem 1. varamaður D-lista, Sjálfstfl., í Vestfjarðakjördæmi.

Yfirkjörstjórn Vestfjarða,

Jón Ólafur Þórðarson form.“

Hv. kjörbréfanefnd samþykkti samhljóða að mæla með samþykkt kjörbréfsins.