22.04.1980
Sameinað þing: 46. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2005 í B-deild Alþingistíðinda. (1859)

Rannsókn kjörbréfs

Forseti (Jón Helgason):

Borist hefur eftirfarandi bréf:

„Reykjavík 21. apríl 1980.

Varaformaður þingflokks Alþb. hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Samkv. beiðni Stefáns Jónssonar, 4. þm. Norðurl. e., sem vegna veikinda mun ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Alþb. í Norðurl. e., Soffía Guðmundsdóttir tónlistarkennari, taki sæti á Alþingi í forföllum hans.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að þér látið fram fara í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Guðmundur Bjarnason,

forseti Ed.

Soffía Guðmundsdóttir hefur ekki setið fyrr á Alþingi á þessu kjörtímabili og þarf því að fara fram rannsókn kjörbréfs. Vil ég biðja kjörbréfanefnd að taka það til athugunar og verður gefið fundarhlé í tíu mínútur. — [Fundarhlé. ]