23.04.1980
Efri deild: 67. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2046 í B-deild Alþingistíðinda. (1902)

34. mál, brunatryggingar utan Reykjavíkur

Frsm. (Salome Þorkelsdóttir):

Herra forseti. Heilbr.- og trn. Ed. hefur haft til meðferðar frv. til l. um breyting á lögum um brunatryggingar utan Reykjavíkur, nr. 59/1954. Það kemur fram í aths. við þetta lagafrv., að á aðalfundi Stéttarsambands bænda, sem haldinn var 1.–3. sept. s. l., var samþykkt að óska breytinga á núgildandi lögum um brunatryggingar utan Reykjavíkur í þá átt, að lögfest yrði skyldutrygging allra útihúsa í sveitum, og að þetta frv. sé í samræmi við þessar óskir. Nefndin leitaði álits formanns Stéttarsambands bænda og staðfesti hann að svo væri. N. varð því sammála um að mæla með því, að frv. verði samþ. óbreytt, en ég vil þó geta þess, að einn nm. var fjarverandi afgreiðslu málsins, hv. 3. þm. Suðurl.