23.04.1980
Neðri deild: 63. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2067 í B-deild Alþingistíðinda. (1939)

110. mál, lögskráning sjómanna

Frsm. (Ólafur Þ. Þórðarson):

Herra forseti. Allshn. Nd. Alþingis hefur fjallað um frv. til l. um breyt. á lögum nr. 63/1961, um lögskráningu sjómanna. Nefndin mælir með samþykkt frv. án breytinga. Flm. gerði á sínum tíma mjög rækilega grein fyrir þeirri ástæðu að þessi breyting er fram borin. Við þá ræðu hef ég engu að bæta, en vil undirstrika að það er skilningur n. að eðlilegt sé að framkvæmdavaldið beri ábyrgð á störfum lögskráningarstjóra á hinum ýmsu stöðum. Í ljósi þess er n. samþ. því að þessi breyting verði gerð á lögunum.