29.04.1980
Sameinað þing: 50. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2142 í B-deild Alþingistíðinda. (2004)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Jón Helgason):

Vegna aths. hv. síðasta ræðumanns vil ég aðeins taka það fram, að á síðasta fundi sem þetta mál, sem hann ræddi um, var á dagskrá var hæstv. fjmrh. veikur, svo að ég held að það hefði lítið þýtt fyrir fyrirspyrjanda að fá að mæla fyrir fsp. sinni þá. En nú var búið að gera samkomulag um það milli stjórnar og stjórnarandstöðu að láta ganga fyrir í dag og á morgun deildarfundi til þess að koma áfram máli sem lengi hefur dregist að afgreiða í Ed. Af þeim sökum var ákveðið að hafa fundi í Sþ. í gær, en aðeins mjög stutta fundi í dag.