30.04.1980
Efri deild: 72. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2205 í B-deild Alþingistíðinda. (2061)

93. mál, skráning og mat fasteigna

Kjartan Jóhannsson:

Herra forseti. Ég get tekið undir þau sjónarmið sem hæstv. fjmrh. lét falla hér. Þegar þessi mál voru til umræðu í ríkisstj. Alþfl. á sínum tíma þótti okkur einsýnt að það mundi verða til bóta að heimila, að sveitarfélögunum væri falið að vinna að mati fasteigna, og það mundi geta greitt fyrir því að matið væri bæði réttara og gengi fljótar fyrir sig.

Við erum sannfærðir um það, Alþfl.-menn, að þetta sé spor í rétta átt, og styðjum frv. eindregið.