30.04.1980
Neðri deild: 66. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2220 í B-deild Alþingistíðinda. (2086)

148. mál, Lífeyrissjóður bænda

Frsm. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur tekið til meðferðar frv. til l. um breyt. á lögum um Lífeyrissjóð bænda. Hér er um að ræða að gera lagfæringar á þessum lögum til samræmis við aðrar lagfæringar sem hafa verið gerðar í öðrum tilfellum, og má þar vitna til frv. til l. um Lífeyrissjóð sjómanna og um eftirlaun aldraðra.

Ég sé ekki ástæðu til að fjalla nánar um þetta mál, það var gerð grein fyrir því við 1. umr., en fjh.- og viðskn. leggur einróma til að frv. þetta verði samþykkt.