30.04.1980
Neðri deild: 67. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2267 í B-deild Alþingistíðinda. (2137)

127. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Ég vek athygli á því, að hv. þm. Guðmundur J. Guðmundsson, sem neitaði að taka þátt í störfum fjh.- og viðskn. þessarar deildar þegar þetta mál var afgreitt, neitaði að taka þátt í þingstörfum hér í deildinni þegar málið var til umr., hann neitar einnig nú að taka þátt í þessari atkvgr. þó hann hafi ekki fjarvistarleyfi. Málið væri því fallið e,f ekki hefði komið til liðsinni þm. Sjálfstfl., og skoðast því Sjálfstfl. bera allverulega ábyrgð á þeim skattstiga sem hér er verið að ákveða. Ég segi nei.