05.05.1980
Efri deild: 74. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2311 í B-deild Alþingistíðinda. (2180)

96. mál, almannatryggingar

Frsm. (Helgi Seljan):

Herra forseti. Heilbr.- og trn. hefur fjallað um frv. til l. um breyt. á lögum um almannatryggingar á þskj. 370, 96. mál þessa löggjafarþings. Aðalefni frv. er í 1. gr. laganna á eftir 3. mgr., sem verði 4. mgr. og orðist svo:

„Þá er og heimilt að greiða enn frekari uppbót á elli- og örorkulífeyri svo og örorkustyrk vegna rekstrar bifreiðar, sem bótaþega er brýn nauðsyn að hafa vegna hreyfihömlunar, ef sýnt er að bótaþegi geti ekki komist af eða rekið bifreið án uppbótarinnar.“

Hér er um sjálfsagt réttlætismál að ræða og n. mælir einróma með samþykkt frv. eins og það er komið frá Nd.